Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 15:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir, ásamt Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar, tilkynna um rannsóknina í sameiginlegri yfirlýsingu í dag. Vísir/vilhelm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar. Ekkert bendir til beins orsakasamhengis Bent er á í tilkynningunni að í öllum tilfellunum fimm sé um að ræða aldraða íbúa hjúkrunarheimila með undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið var bólusett með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni í síðustu viku en í ljósi þess að bóluefnið er nýtt hafi verið ákveðið að rannsaka þessi fimm alvarlegu atvik. Tilgangur rannsóknarinnar sé að meta hvort líklegt sé að atvikin tengist bólusetningunni eða hvort þau tengist undirliggjandi sjúkdómum. Eins og sakir standa bendi ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli atvikanna og bólusetningarinnar. Átján andlát á viku á hjúkrunarheimilum að jafnaði Þess beri að geta að sá hópur sem bólusettur var með fyrstu sendingu bóluefnisins samanstandi af öldruðum og hrumum einstaklingum sem dvelji á hjúkrunarheimilum, öldrunardeildum eða séu í dagdvöl. Að jafnaði látist átján einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum á viku hverri. Líkt og áður segir verði rannsóknin gerð af tveimur sérfróðum læknum á sviði öldrunar og henni hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til 10 daga. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir verði skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólusetningum eldri einstaklinga. Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldri einstaklingum sem hafa verið bólusettir í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Einnig fer fram sérstök tölfræðigreining á dauðsföllum í þessum hópi á vegum embættis landlæknis. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar. Ekkert bendir til beins orsakasamhengis Bent er á í tilkynningunni að í öllum tilfellunum fimm sé um að ræða aldraða íbúa hjúkrunarheimila með undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið var bólusett með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni í síðustu viku en í ljósi þess að bóluefnið er nýtt hafi verið ákveðið að rannsaka þessi fimm alvarlegu atvik. Tilgangur rannsóknarinnar sé að meta hvort líklegt sé að atvikin tengist bólusetningunni eða hvort þau tengist undirliggjandi sjúkdómum. Eins og sakir standa bendi ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli atvikanna og bólusetningarinnar. Átján andlát á viku á hjúkrunarheimilum að jafnaði Þess beri að geta að sá hópur sem bólusettur var með fyrstu sendingu bóluefnisins samanstandi af öldruðum og hrumum einstaklingum sem dvelji á hjúkrunarheimilum, öldrunardeildum eða séu í dagdvöl. Að jafnaði látist átján einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum á viku hverri. Líkt og áður segir verði rannsóknin gerð af tveimur sérfróðum læknum á sviði öldrunar og henni hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til 10 daga. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir verði skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólusetningum eldri einstaklinga. Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldri einstaklingum sem hafa verið bólusettir í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Einnig fer fram sérstök tölfræðigreining á dauðsföllum í þessum hópi á vegum embættis landlæknis.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04
Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58