Trump fór mikinn á kosningafundi í Georgíu: „Þau taka ekki Hvíta húsið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:27 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fundinum í Georgíu í gær. Getty/Peter Zay Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær. Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira