Fyrsti Sunnlendingur ársins fæddist í Sigurkufli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2021 17:50 Litla stúlkan er sjöunda barn móður sinnar og tíunda barn föðurs síns. Aðsend Fyrsti Sunnlendingur nýs árs fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi með hraði í nótt klukkan 03:44. Um er að ræða stúlku, sjöunda barna bændanna á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þau heita Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir. Stúlkan er tíunda barn Viðis. Hún vóg 3860 grömm og var 51 cm löng og fæddist í Sigurkufli á ganginum fyrir framan fæðingarstofuna. Systkin hennar eru; Veigar Þór (2006), Vikar Reyr (2008), Víðir Snær (2013), Viljar Breki (2014), Viðja Karin (2016) og Vopni Freyr (2018). Börn Víðis eru Natan Ögri (1993), Magnus Vigri (1995), Svandis Viðja (1998). Eydís Hrönn með fyrsta Sunnlending ársins 2021, sem kom í heiminn í nótt. Móður og barni heilsast vel.Aðsend Alls fæddust 47 börn á fæðingdeildinni á Selfossi á árinu 2020, átján stúlkur og tuttugu og níu drengir. Auk þess komu tvö börn inn á deildina, sem fæddust í heimahúsum. Hvað er Sigurkufl? Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu. Í bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson 3. útg. Rvk: 1961 stendur: "Lán eitt hið mesta er það að fæðast í sigurkufli. Sigurkufl er líknarbelgurinn utan um barnið kallaður, ef hann er heill og órifinn, og verður sá sem fæðist í honum fyrirtaks lánsmaður. Sigurkuflinn átti að hirða og sá sem í honum fæddist átti að geyma hann alla ævi, enda var hann til margra hluta kröftugur, sögðu sumir að ef menn beri hann á sér verði þeir skyggnir og enginn galdur vinni á þeim og hafi þeir sigur í hverju máli ." Ásahreppur Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Um er að ræða stúlku, sjöunda barna bændanna á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þau heita Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir. Stúlkan er tíunda barn Viðis. Hún vóg 3860 grömm og var 51 cm löng og fæddist í Sigurkufli á ganginum fyrir framan fæðingarstofuna. Systkin hennar eru; Veigar Þór (2006), Vikar Reyr (2008), Víðir Snær (2013), Viljar Breki (2014), Viðja Karin (2016) og Vopni Freyr (2018). Börn Víðis eru Natan Ögri (1993), Magnus Vigri (1995), Svandis Viðja (1998). Eydís Hrönn með fyrsta Sunnlending ársins 2021, sem kom í heiminn í nótt. Móður og barni heilsast vel.Aðsend Alls fæddust 47 börn á fæðingdeildinni á Selfossi á árinu 2020, átján stúlkur og tuttugu og níu drengir. Auk þess komu tvö börn inn á deildina, sem fæddust í heimahúsum. Hvað er Sigurkufl? Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu. Í bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson 3. útg. Rvk: 1961 stendur: "Lán eitt hið mesta er það að fæðast í sigurkufli. Sigurkufl er líknarbelgurinn utan um barnið kallaður, ef hann er heill og órifinn, og verður sá sem fæðist í honum fyrirtaks lánsmaður. Sigurkuflinn átti að hirða og sá sem í honum fæddist átti að geyma hann alla ævi, enda var hann til margra hluta kröftugur, sögðu sumir að ef menn beri hann á sér verði þeir skyggnir og enginn galdur vinni á þeim og hafi þeir sigur í hverju máli ."
Ásahreppur Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira