Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 18:09 Halldór Benóný Nellett skipherra við athöfnina á Bessastöðum ásamt Elizu Reed forsetafrú og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Gunnar G. Vigfússon Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari. Hundrað ár eru nú síðan fyrsta fálkaorðan var veitt árið 1921 en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Athöfnin fór fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins en í stað þess að allir orðuhafar kæmu saman voru þeir boðaðir einn og einn til fundar við forseta, sem sæmdi hvern og einn orðunni við einkaathöfn. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til brúðuleikhúss og íslenskrar menningar 2. Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari, Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð 3. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls. Halldór Benóný Nellett skipherra, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir forystu á vettvangi landhelgisgæslu og björgunarstarfa Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands sæmdur orðunni í dag.Gunnar G. Vigfússon 5. Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa 6. Helgi Ólafsson rafvirkjameistari, Raufarhöfn, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð 7. Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar um mál og málnotkun, málþroska barna og þróun læsis 8. Jón Atli Benediktsson rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til alþjóðlegra vísinda og nýsköpunar á sviði fjarkönnunar og stafrænnar myndgreiningar og störf í þágu háskólamenntunar Vanda Sigurgeirsdóttir fær orðuna á Bessastöðum í dag.Gunnar G. Vigfússon 9. Pétur H. Ármannsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði 10. Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla 11. Sigrún Árnadóttir þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir þýðingarstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar 12. Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar 13. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti 14. Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi Svipmyndir frá athöfn dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Tengdar fréttir „Þetta er heiður fyrir okkur öll“ Þríeykið fékk fálkaorðuna í dag. 17. júní 2020 21:05 Þríeykið fékk Fálkaorðuna Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum. 17. júní 2020 13:21 Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hundrað ár eru nú síðan fyrsta fálkaorðan var veitt árið 1921 en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Athöfnin fór fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins en í stað þess að allir orðuhafar kæmu saman voru þeir boðaðir einn og einn til fundar við forseta, sem sæmdi hvern og einn orðunni við einkaathöfn. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til brúðuleikhúss og íslenskrar menningar 2. Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari, Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð 3. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls. Halldór Benóný Nellett skipherra, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir forystu á vettvangi landhelgisgæslu og björgunarstarfa Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands sæmdur orðunni í dag.Gunnar G. Vigfússon 5. Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa 6. Helgi Ólafsson rafvirkjameistari, Raufarhöfn, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð 7. Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar um mál og málnotkun, málþroska barna og þróun læsis 8. Jón Atli Benediktsson rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til alþjóðlegra vísinda og nýsköpunar á sviði fjarkönnunar og stafrænnar myndgreiningar og störf í þágu háskólamenntunar Vanda Sigurgeirsdóttir fær orðuna á Bessastöðum í dag.Gunnar G. Vigfússon 9. Pétur H. Ármannsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði 10. Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla 11. Sigrún Árnadóttir þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir þýðingarstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar 12. Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar 13. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti 14. Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi Svipmyndir frá athöfn dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Tengdar fréttir „Þetta er heiður fyrir okkur öll“ Þríeykið fékk fálkaorðuna í dag. 17. júní 2020 21:05 Þríeykið fékk Fálkaorðuna Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum. 17. júní 2020 13:21 Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þríeykið fékk Fálkaorðuna Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum. 17. júní 2020 13:21
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02