Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:29 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína. Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína.
Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00
Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16