Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 20:00 Hafþór ætlar að ganga frá Eddie í 1. lotu í Las Vegas á næsta ári. vísir/s2s Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira