Vara við baðferðum í „stórhættulegu“ affalli eftir sprengingu á samfélagsmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 19:09 Loftmynd af affallinu. Heitu vatni er veitt um stokk út í sjó þar sem borið hefur á því að fólk hafi verið að baða sig. Mynd/Map.is HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira