Rýrnun jökla á Íslandi í fyrra ein sú mesta sem mælst hefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:05 Breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls frá lokum 19. aldar. Veðurstofa Íslands Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér. Loftslagsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér.
Loftslagsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira