Rýrnun jökla á Íslandi í fyrra ein sú mesta sem mælst hefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:05 Breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls frá lokum 19. aldar. Veðurstofa Íslands Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér. Loftslagsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér.
Loftslagsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent