Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 20:00 VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira