„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:51 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí! Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí!
Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira