Kaupmáttartrygging sé skilyrði fyrir lífeyrissjóðsleiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:25 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent