Kaupmáttartrygging sé skilyrði fyrir lífeyrissjóðsleiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:25 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira