Þrekþjálfari dómaranna fylgist með púlsmæli þeirra í gegnum netið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:30 Pétgur Guðmundsson var kosinn besti dómari ársins í Pepsi Max deild karla. Hann dæmdi bikarúrslitaleikinn og er hér með aðstoðarmönnum sínum Birki Sigurðarsyni, (Pétur er annar frá vinstri), Ívari Orra Kristjánssyni og Gylfa Má Sigurðssyni. Vísir/Vilhelm Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira