Þrekþjálfari dómaranna fylgist með púlsmæli þeirra í gegnum netið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:30 Pétgur Guðmundsson var kosinn besti dómari ársins í Pepsi Max deild karla. Hann dæmdi bikarúrslitaleikinn og er hér með aðstoðarmönnum sínum Birki Sigurðarsyni, (Pétur er annar frá vinstri), Ívari Orra Kristjánssyni og Gylfa Má Sigurðssyni. Vísir/Vilhelm Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira