Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 15:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (t.h.) ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á einum af mörgum upplýsingafundum vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10