Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:31 Fljúgandi furðuhluturinn sem náðist á eitt myndbandanna. Skjáskot Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“ Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“
Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45
Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52