Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 16:30 Umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 (til 27. apríl) borið saman við sama tímabil í fyrra. Samkomubann var fyrst sett á í viku 11 og byrjaði umferð þá að dragast verulega saman. Tímasetning páska bjagar samanburð á milli ára á hluta tímabilsins. Vegagerðin Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira