Eimskip segir upp 39 starfsmönnum á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:53 Óvissan í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar leikur hlutverk í ákvörðun Eimskips. Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“ Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15
Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13