Stefnt að því að kynna frekari aðgerðir á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 23:41 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira