Lukka með klifurvegg í garðinum og herberginu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 23:00 Lukka Mörk hefur verið að klifra í mörg ár þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára gömul. Vísir/Vilhelm Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira