Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 18:33 Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira