N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 16:03 N1 mótið hét áður Esso-mótið og hefur verið fastur liður hjá ungum drengjum í fótbolta. Instagram Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna. Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna.
Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira