Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:18 Eldsneyti þykir ekki jafn eftirsóknarvert og áður, nú þegar ferðum hefur fækkar í faraldri. Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08