Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 18:25 Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira