Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 14:35 Jóhannes Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður SAF, undirrita harðorða ályktun. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“ Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48