Bárðarbunga gýs að jafnaði tvisvar á öld: „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:39 Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira