Klæjar í puttana að byrja aftur að raka kafloðna og misklippta fastakúnna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2020 12:28 Vel þarf að gæta að sóttvarnareglum á næstu vikum. Unsplash/John Karlo Mendoza Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira