Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2020 12:11 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. Stofnunin vekur athygli á því í tilkynningu á heimasíðu sinni að þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma. Starfsfólk Vinnumálastofnunar leggi allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli en það gefi augaleið að vegna umfangsins hafi afgreiðslutíminn lengst. Slíkt sé því miður óhjákvæmilegt. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020. Það gefur augaleið að umfangsins vegna hefur afgreiðslutíminn lengst, það er því miður óhjákvæmilegt. Við bendum enn og aftur á heimasíðuna okkar sem fyrsta kost í upplýsingaleit og að við höfum samband með tölvupósti eða bréfi á mínum síðum ef það vantar frekari gögn eða upplýsingar sem tengjast umsókn. Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund. Hér er hægt að sjá mælaborð Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls og þróunina sem hefur verið í fjölda umsókna,“ segir í tilkynningu Vinnumálastofnunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. Stofnunin vekur athygli á því í tilkynningu á heimasíðu sinni að þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma. Starfsfólk Vinnumálastofnunar leggi allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli en það gefi augaleið að vegna umfangsins hafi afgreiðslutíminn lengst. Slíkt sé því miður óhjákvæmilegt. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020. Það gefur augaleið að umfangsins vegna hefur afgreiðslutíminn lengst, það er því miður óhjákvæmilegt. Við bendum enn og aftur á heimasíðuna okkar sem fyrsta kost í upplýsingaleit og að við höfum samband með tölvupósti eða bréfi á mínum síðum ef það vantar frekari gögn eða upplýsingar sem tengjast umsókn. Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund. Hér er hægt að sjá mælaborð Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls og þróunina sem hefur verið í fjölda umsókna,“ segir í tilkynningu Vinnumálastofnunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira