Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 20:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira