Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 12:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Lögreglan Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira