Heimilisköttur í Belgíu greindur með kórónuveiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 17:09 COVID-19 greindist í heimilisketti í Belgíu. Getty/Frank Rumpenhorst „Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“ Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20