Samstaðan kemur okkur lengra Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:00 Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar