Liverpool og Man. Utd meðal liða sem vilja henda Man. City út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:30 Pep Guardiola er örugglega mjög ósáttur með það að mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafi nú sameinast um það að pressa á það að Manchester City verði hent út úr Meistaradeildinni. Getty/James Baylis Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira