Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:32 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira