Skaut óvopnaðan mann þrisvar sinnum og vísað úr hernum átta árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 15:50 Maðurinn var óvopnaður og hlýddi tilæmlum þegar hann var skotinn þrisvar sinnum. Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins. Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert. Hermaðurinn gæti verið ákærður fyrir stríðsglæp. Myndband úr hjálmi eins hermanns sýnir atvikið en það var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu í vikunni og hefur það vakið mikla hneykslun. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki útskýrt af hverju ekki var gripið til aðgerða fyrr og af hverju umræddur hermaður var í hernum þar til í vikunni. Málið á rætur að rekja til ársins 2012 þegar sérsveitarmenn úr hinum áströlsku SAS-sérsveitum voru að leita sprengjugerðarmanns í þorpi í Oruzganhéraði. Á einum tímapunkti komu hermennirnir að manni út á akri og var hann að verjast hundi hermannanna sem hafði ráðist á hann. Þegar hermennirnir kölluðu hundinn til þeirra, lagðist maðurinn niður og á myndbandinu virðist sem hann sé alfarið óvopnaður og hlýði hermönnunum. „Viltu að ég felli þennan aumingja?“ spyr hermaðurinn er hann stendur yfir manninum. Hermaðurinn með myndavélina segist ekki viss. Hinn hermaðurinn kallar því á yfirmann þeirra. Svarið heyrist ekki en hermaðurinn skýtur óvopnaða manninn þrisvar sinnum. Sögðu banaskotið sjálfsvörn Maðurinn sem var skotinn, var 25 ára gamall og tveggja barna faðir. Þegar nágrannar hans kvörtuðu yfir því að hann hafði verið skotinn til bana leiddi rannsókn hersins í ljós að hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Myndbandið sýnir svo sannarlega að svo var ekki. Hér að neðan má sjá þátt Four Corners í heild sinni. Umrætt atvik er sýnt eftir 36 mínútur en atvikið gæti vakið óhug. Þátturinn byggir að miklu leyti á frásögn Braden Chapman, sem var áður í SAS, og heldur hann því fram að hermenn hafi reglulega skotið óvopnaða menn til bana og eyðilagt eigur þeirra. Umfangsmikil og langvarandi rannsókn á meintum ódæðum ástralskra hermanna í Afganistan er að ljúka. Í kjölfar sýningar þáttarins sendu forsvarsmenn hersins út yfirlýsingu og sagði að umræddum hermanni hafi verið vikið úr hernum. Ekki kom fram í tilkynningunni af hverju ekki var notast við myndbandið í upprunalegri rannsókn hersins.
Ástralía Afganistan Tengdar fréttir ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. 5. mars 2020 10:42