Áskoranir leiða af sér lausnir Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 20. mars 2020 13:00 Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun