Sakar forseta Alþingis um að ljúga blákalt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 19:17 Helgi hefur sakað Steingrím um að ljúga blákalt. Vísir/Vilhelm/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020 Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020
Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?