„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 12:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug.
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01
Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43