Falsfréttin um Ráðhús Árborgar Tómas Ellert Tómasson skrifar 17. mars 2020 13:30 Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun