Þjóðnýta flugfélagið Alitalia Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 10:33 Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. AP/Andrew Medichini Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. Flugfélagið hefur safnað skuldum á undanförnum árum og stóð til að reyna að selja það eftir að það varð gjaldþrota árið 2017. Rekstri félagsins hefur þó verið haldið áfram og ríkið gaf flugfélaginu 400 milljónir evra í byrjun ársins. Sá peningur er nú búinn. Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. Aðgerðirnar varðandi Alitalia eru liður í áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um að standa vörð um efnahag landsins. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, samþykkti í gær 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að hjálpa fyrirtækjum og fjölskyldum. Þá stendur til að grípa til frekari aðgerða í næsta mánuði. Utan landamæra Kína hafa flest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, greinst á Ítalíu. Staðfest er að minnst 28 þúsund eru smitaðir og minnst 2.100 látnir. Ítalía Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. Flugfélagið hefur safnað skuldum á undanförnum árum og stóð til að reyna að selja það eftir að það varð gjaldþrota árið 2017. Rekstri félagsins hefur þó verið haldið áfram og ríkið gaf flugfélaginu 400 milljónir evra í byrjun ársins. Sá peningur er nú búinn. Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. Aðgerðirnar varðandi Alitalia eru liður í áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um að standa vörð um efnahag landsins. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, samþykkti í gær 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að hjálpa fyrirtækjum og fjölskyldum. Þá stendur til að grípa til frekari aðgerða í næsta mánuði. Utan landamæra Kína hafa flest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, greinst á Ítalíu. Staðfest er að minnst 28 þúsund eru smitaðir og minnst 2.100 látnir.
Ítalía Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira