Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 08:11 Nokkrum götum í borginni var lokað eftir sprenginguna. Getty/Terry Wyatt Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var sprengingin svo öflug að lögreglumaður á vettvangi féll til jarðar og röskun varð á fjarskiptakerfum í ríkinu. Miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og vatn flæddi niður veggi þegar lagnir í húsum skemmdust. Töluverðar skemmdir urðu á húsum nærri sprengingunni.Getty/Terry Wyatt Ekki er vitað hver stóð að baki sprengingunni en nokkrir hafa verið færðir til yfirheyrslu samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá liggur ekki fyrir hvort einhver hafi verið í bílnum þegar sprengingin varð, en bandarískir miðlar greina frá því að lík hafi mögulega fundist nærri staðnum sem sprengingin varð. Lögreglan í Nashville hefur birt mynd af bílnum á Twitter-síðu sinni og óskað eftir upplýsingum frá almenningi. Þar segir að bílnum hafi verið keyrt inn götuna skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt jóladags þar sem hann sprakk nokkrum klukkustundum síðar BREAKING: This is the RV that exploded on 2nd Ave N this morning. It arrived on 2nd Ave at 1:22 a.m. Have you seen this vehicle in our area or do you have information about it? Please contact us via Crime Stoppers at 615-742-7463 or online via https://t.co/dVGS7o0m4v. @ATFHQ pic.twitter.com/JNx9sDinAH— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) December 25, 2020 Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var sprengingin svo öflug að lögreglumaður á vettvangi féll til jarðar og röskun varð á fjarskiptakerfum í ríkinu. Miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og vatn flæddi niður veggi þegar lagnir í húsum skemmdust. Töluverðar skemmdir urðu á húsum nærri sprengingunni.Getty/Terry Wyatt Ekki er vitað hver stóð að baki sprengingunni en nokkrir hafa verið færðir til yfirheyrslu samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá liggur ekki fyrir hvort einhver hafi verið í bílnum þegar sprengingin varð, en bandarískir miðlar greina frá því að lík hafi mögulega fundist nærri staðnum sem sprengingin varð. Lögreglan í Nashville hefur birt mynd af bílnum á Twitter-síðu sinni og óskað eftir upplýsingum frá almenningi. Þar segir að bílnum hafi verið keyrt inn götuna skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt jóladags þar sem hann sprakk nokkrum klukkustundum síðar BREAKING: This is the RV that exploded on 2nd Ave N this morning. It arrived on 2nd Ave at 1:22 a.m. Have you seen this vehicle in our area or do you have information about it? Please contact us via Crime Stoppers at 615-742-7463 or online via https://t.co/dVGS7o0m4v. @ATFHQ pic.twitter.com/JNx9sDinAH— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) December 25, 2020
Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira