Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 16:30 Rudy Giuliani og Sidney Powell voru í framlínunni í lögmannateymi Trump sem leitaðist við að fá úrslitum kosninganna hnekkt. AP/Jacquelyn Martin Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira