Bréf um mannúðlega meðferð minka Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. desember 2020 13:00 Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun