Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 22. desember 2020 10:24 Gestur Jónsson lögmaður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum. Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum.
Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30