Vonar að fólk leyfi þeim sem dvelja á hjúkrunarheimili yfir jólin að fylgjast með hátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 21:00 Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. FRIÐRIK ÞÓR Forstöðumaður á Hrafnistu vonar að fjölskyldur leyfi ættingjum, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, að fylgjast með jólahátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað. Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17
Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31
Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46