Mikið byggt á Hellu – unga fólkið flytur heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2020 14:08 Það er allt að gerast á Hellu, sem er í Rangárþingi ytra þegar kemur að nýju húsnæði í nýju hverfi í þorpinu en nú er verið að byggja þar þrjátíu nýjar íbúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað á Hellu en þar hefur nýtt fólk flutt inn í þrjátíu nýjar íbúðir og nú er hafnar bygging á þrjátíu nýjum íbúðum til viðbótar. Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst. Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst.
Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira