Klofið Samband Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. desember 2020 14:31 Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun