Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 11:42 Lítið hefur verið um samgöngur milli landa vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Ráðstöfun ríkisins til Isavia felst í því að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní á næsta ári og er hámarkskostnaður ráðstöfunarinnar 15 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu um aðstoðina segir að sóttvarnaaðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft verulega slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og ekki sé útlit fyrir að úr rætist á næstu mánuðum. Hvað varðar aðstoð til Hörpu segir að menningarstofnanir hafi átt í erfiðleikum með að viðhalda eðlilegum rekstri í ljósi þess hversu mörgum stórviðburðum hafi verið aflýst. Ekkert varð úr mörgum stórviðburðum í Hörpu vegna sóttvarnaaðgerða í kjölfar kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm Alþjóðlegar ráðstefnur og innlendir fyrirtækjaviðburðir hafi þurft að fara fram á rafrænan hátt, enda menningarstofnanir þurft að hafa lokað eða starfa við takmarkanir síðan í mars. Aðstoðinni er ætlað að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní 2021 og kemur Reykjavíkurborg einnig að þeim stuðningi. Áætlað er að Ísland geri úttekt á tjóni beggja aðila árin 2021 og 2022. Reynist stuðningur þeirra hærri en sem nemur tjóninu verður mismuninum skilað til baka til baka til ríkisins. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harpa Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Ráðstöfun ríkisins til Isavia felst í því að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní á næsta ári og er hámarkskostnaður ráðstöfunarinnar 15 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu um aðstoðina segir að sóttvarnaaðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft verulega slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og ekki sé útlit fyrir að úr rætist á næstu mánuðum. Hvað varðar aðstoð til Hörpu segir að menningarstofnanir hafi átt í erfiðleikum með að viðhalda eðlilegum rekstri í ljósi þess hversu mörgum stórviðburðum hafi verið aflýst. Ekkert varð úr mörgum stórviðburðum í Hörpu vegna sóttvarnaaðgerða í kjölfar kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm Alþjóðlegar ráðstefnur og innlendir fyrirtækjaviðburðir hafi þurft að fara fram á rafrænan hátt, enda menningarstofnanir þurft að hafa lokað eða starfa við takmarkanir síðan í mars. Aðstoðinni er ætlað að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní 2021 og kemur Reykjavíkurborg einnig að þeim stuðningi. Áætlað er að Ísland geri úttekt á tjóni beggja aðila árin 2021 og 2022. Reynist stuðningur þeirra hærri en sem nemur tjóninu verður mismuninum skilað til baka til baka til ríkisins.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harpa Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira