Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Björgólfur Jóhannsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun