Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2020 10:08 Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fylgjast með framvindu málsins auk utanríkisráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur. Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur.
Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira